Viðskiptaskilmálar Tölvustoð

Viðskiptaskilmálar Tölvustoð

1.      Gildissvið

Undir viðskiptaskilmála þessa falla öll viðskipti, tilboð og samningar sem Tölvustoð gerir við viðskiptavini sína vegna kaupa á vöru og þjónustu, nema um annað sé samið með skriflegum hætti.

Komi upp misræmi á milli viðskiptaskilmála og annarra skriflegra samninga skulu skilmálar þessir gilda nema skýrt sé um hið gagnstæða kveðið í sérskilmálum eða samningum á milli aðila.

Undir þessa skilmála falla einnig tilboð vegna kaupa á vöru eða þjónustu gagnvart þriðja aðila.

Um kaup lögaðila gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, þar sem ákvæðum þessara skilmála, samningi eða viðskiptavenju milli aðila sleppir.

Um kaup einstaklinga utan atvinnurekstrar á hvers kyns vöru og/eða þjónustu gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000, ef ákvæði þeirra laga eru slíkum aðilum hagstæðari en þessir viðskiptaskilmálar kveða á um.

Efni samninga er trúnaðarmál á milli Tölvustoð og viðskiptavinar.  Tölvustoð áskilur sér einhliða rétt til breytinga á skilmálum þessum.  Um hver viðskipti skulu gilda þeir skilmálar sem eru birtir á vef Tölvustoð þegar viðskipti fóru fram.

2.      Tilboð og samningar

Samningur telst kominn á þegar samningur, samningsviðauki eða tilboð hefur verið undirritað(ur) eða samþykkt(ur) skriflega af báðum aðilum.

Samþykki í tölvupósti telst fullnægjandi.

2.1   Gildistími tilboðs

Tölvustoð skilgreinir gildistíma tilboðs og telst ekki bundið af því, hafi það ekki verið samþykkt af viðskiptavini með formlegum hætti.  Ef engin dagsetningin kemur fram í tilboðinu gildir það í 2 vikur frá því það er sent til viðskiptavinar.

2.2  Gildistími samninga

Sé ekki kveðið á um gildistíma samninga í samningi milli aðila, skal samningur gilda í 12 mánuði.  Að þessum tíma liðnum skal samningur framlengjast um ár í senn.

2.3  Uppsagnafrestur

Ef ekki er kveðið á um uppsagnafrest í samningi skal uppsagnafrestur vera 3 mánuðir.  Uppsögn skal vera skrifleg og afhent með sannanlegum hætti.  Hún skal ætíð miðuð við mánaðarmót.  Uppsögn telst afhent með sannanlegum hætti sé hún send með tölvupósti, ef pósturinn berst sannanlega til Tölvustoð og móttaka hennar staðfest.

Báðir aðilar geta rift samningi án fyrirvara ef um verulegar vanefndir er að ræða.

Tölvustoð er einnig heimilt að rifta samningi vegna vanefnda ef viðskiptavinur greiðir ekki reikninga vegna samninga og/eða veittrar þjónustu innan 30 daga frá eindaga.

Veruleg vanefnd á einum samningi getur leitt til riftunar Tölvustoð á öllum samningum við viðskiptavin.

3.      Afhending á vélbúnaði og þjónustu

Tölvustoð leitast við að afhenda búnað og þjónustu á umbeðnum eða umsömdum tíma.  Leitast skal við að upplýsa viðskiptavin um stöðu mála, eins og hægt er.

Áhætta vegna vélbúnaðar flyst til viðskiptavinar við afhendingu eða á uppsetningardegi, hafi um það verið samið að Tölvustoð annist uppsetningu hans.  Tölvustoð ber áhættu þangað til.

Sá vélbúnaður sem Tölvustoð selur til viðskiptavina er hugsaður til eigin nota hans nema annað hafi verið tilgreint að hálfu viðskiptavinar.

4.      Sala á vélbúnaði og þjónustu

Við kaup lögaðila á vélbúnaði fylgja ekki gagnagrunnsleyfi eða önnur notkunarleyfi fyrir hugbúnað nema um slíkt hafi verið samið sérstaklega.

Við kaup einstaklings, utan atvinnureksturs, á vélbúnaði öðlast viðskiptavinur afnotarétt af stýribúnaði og forritapökkum.

Vélbúnaður telst eign Tölvustoð þar til hann hefur að fullu verið greiddur.

Tölvustoð er ekki bótaskylt vegna tjóns sem orsakast af vali viðskiptavinar á vélbúnaði frá þriðja aðila eða tjóns sem er afleiðing rangrar notkunar viðskiptavinar eða þriðja aðila á kerfinu, né vegna galla í hug- eða vélbúnaði.

Ábyrgðartími búnaðar og þjónustu til lögaðila er 12 mánuðir.  Um neytendakaup þ.e. kaup einstaklings utan atvinnureksturs, vísast til laga nr. 48/2003 um neytendakaup og er þá ábyrgðartími 2 ár.

Tölvustoð ber ábyrgð á að þjónusta, sem veitt er, sé fullnægjandi og í samræmi við samning aðila.

5.      Endurgjald og greiðsluskilmálar

5.1  Gjaldtaka

Um endurgjald fyrir vöru eða þjónustu skal fara eftir gildandi viðmiðunarverðskrá Tölvustoð, á hverjum tíma nema um annað sé samið.  Með vísan í viðmiðunarverðskrá Tölvustoð er minnsta innheimta eining tíma fyrir vinnu, 0.5 klukkustund.

Reikningar skulu vera sundurliðaðir og eftir atvikum studdir fylgiskjölum þannig að hægt sé að sannreyna þá.  Þjónustusali skal tilkynna um breytingar á verði með minnst mánaðar, skriflegum fyrirvara, og skal breyting ætíð miðast við mánaðamót.  Reikningar skulu gerðir eigi sjaldnar en mánaðarlega.  Útgáfudagur reiknings skal vera gjalddagi hans og eindagi 10- 20 dögum síðar.

Verði vanskil á greiðslum er þjónustusala heimilt að reikna dráttarvexti sem Seðlabanki Íslands birtir.  Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga.  Samningar falla sjálfkrafa úr gildi við gjaldþrot annars hvors samningsaðila.

Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast Tölvustoð á bokhald@tolvustod.is án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings. Teljast reikningar ella samþykktir að hálfu viðskiptavinar.  Ef upp kemur ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptavini einungis heimilt að halda eftir greiðslu sem nemur þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er uppi um.  Aðilar skulu leitast við að leysa úr ágreiningi um fjárhæðir sem skjótt sem auðið er.

Tölvustoð sendir út reikninga sína með rafrænum hætti nema óskað sé sérstaklega eftir öðru.

5.2  Ferðakostnaður og útlagður kostnaður

Fyrir akstur innan höfuðborgarsvæðisins áskilur Tölvustoð sér rétt til innheimtu á sérstöku akstursgjaldi með vísan í gildandi viðmiðunarverðskrá á hverjum tíma, nema sé um annað sérstaklega samið.  Fyrir akstur utan höfuðborgarsvæðisins er innheimt skv. kílómetragjaldi.

Innheimt er tímagjald samkvæmt viðmiðunarverðskrá, fyrir ferðatíma starfsmanns Tölvustoð.

Viðskiptavinur skal að auki greiða fyrir allan útlagðan kostnað sem Tölvustoð verður fyrir vegna viðskiptavinar.

5.3  Útköll

Innan skilgreinds dagvinnutíma, frá kl. 8.30 – 17.00 gildir almennur taxti fyrir sérfræðinga Tölvustoð með vísan í gildandi viðmiðunarverðskrá á hverjum tíma.  Fyrir utan þann tíma reiknast 40% álag á útselda tíma.

Innheimta fyrir vinnu utan samnings skal innheimt að lágmarki fyrir 1 klst.  Vegna útkalla og notkunar á neyðarsíma gildir eftirfarandi :

Útkall á milli kl. 17.00 og 19.00 á virkum dögum                                Innheimt að lágmarki 2 klst.

Útkall á milli kl. 19.00 – 08.00 á virkum dögum                                 Innheimt að lágmarki 4 klst.

Útkall um helgar                                                                                          Innheimt að lágmarki 4 klst.

6.      Sérstök réttindi og skilmálar vegna vefhýsingar

  • Tölvustoð áskilur sér rétt til að fjarlægja efni af vélbúnaði Tölvustoð, sem brýtur gegn lögum og reglum.
  • Fari umferð á vefsvæði yfir það sem talist getur eðlilegt að mati starfsmanna Tölvustoð, skal endurskoða lausnina sem notast er við og gripið til viðeigandi ráðstafana.
  • Óheimilt er að vista efni á netþjónum Tölvustoð sem ekki samræmist lögum, reglum eða almennu velsæmi.
  • Skráður rétthafi vefsvæðis skv. skráningu á ISNIC – Internet á Íslandi, telst ábyrgur fyrir vefsvæði og fyrir því að skilmálum þessum sé fylgt eftir.
  • Ef skilmálar eru brotnir áskilur Tölvustoð sér rétt til þess að loka vefsvæði tafarlaust og án frekari fyrirvara.

7.      Ábyrgðartakmarkanir

Tölvustoð ábyrgist ekki afritun gagna, á grundvelli samninga þar að lútandi, sé alltaf fullkomin enda hefur Tölvustoð ekki möguleika á að sannreyna afrit nema um það sé sérstaklega samið.

Tölvustoð ber ekki ábyrgð á varðveislu þeirra gagna sem kunna að vera vistuð á vélbúnaði, nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir því og um það samið.

Viðskiptavinur skal tilkynna Tölvustoð, án tafar, um meinta galla á búnaði eða um leið og hann verður hans var.

Bótaréttur viðskiptavinar, innan viðkomandi samnings, takmarkast við beint tjón sem hann kann að hafa orðið fyrir en er þó aldrei hærri en sem nemur samanlögðum reikningsviðskiptum viðskiptavinar síðastliðna 3 mánuði, í tengslum við viðkomandi samning.

Tölvustoð ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rofs á fjarskiptum, sambandsleysi eða öðrum truflunum sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins.

Kópavogur 1. júlí 2017

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til að gera síðuna betri og aðgengilegri.
Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vefkaka.

Nánar ...

Vefkökur (e. cookies)

Tilgangur þess að Tölvustoð notar vefkökur á sinni síðu er til að fylgjast með netnotkun notenda á síðunni. Þessar upplýsingar eru nýttar til að gera síðuna aðgengilegri fyrir notanda þannig að upplifun verði betri. Ekki er safnað persónuupplýsingum með þessum vefkökum. Notast er við Google Analytics frá Google. Til að breyta stillingum fyrir vefkökur má sjá þær á viðkomandi vafra sem notandi notar til að fara inn á síðu Tölvustoð. Breytingar á stillingum fyrir vefkökur kunna að takmarka aðgengi notanda að tilteknum vefsíðum eða vefsvæðum í heild sinni.

Stutt lýsing á persónuverndarstefnu Tölvustoð

Tölvustoð er bæði vinnslu- og ábyrgðaraðili samkvæmt nýjum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga skiptir Tölvustoð miklu máli og meðferð þessara upplýsinga hefur verið og mun verða tekið mjög alvarlega. Í persónuverndarstefnu Tölvustoða er farið yfir hvernig við söfnum, notum, geymum og birtum upplýsingar í okkar starfsemi. Tölvustoð mun einungis meðhöndla persónuupplýsingar sem fyrirtækið telur nauðsynlegt til að halda úti sinni þjónustu gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum sínum.

Hjá Tölvustoð er persónuverndarfulltrúi sem tekur við fyrirspurnum vegna persónuverndar, tölvupóstfang hans er personuvernd(hjá)tolvustod.is.

Tölvustoð endurskoðar stefnuna reglulega og fylgist með að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur.

Síðast uppfært 01.07.2018.

Loka glugga