Forsíða

Tölvustoð sameinast Premis.

Premis ehf hefur keypt Tölvustoð og frá og með 1. janúar 2019 munu viðskiptavinir Tölvustoð fá þjónustu undir merkjum Premis. Allir starfsmenn Tölvustoð flytjast yfir og koma til með að sinna núverandi viðskiptavinum Tölvustoð. Premis verður 20 ára á þessu ári og státar af áralangri þjónustu í upplýsingatækni og með kaupunum á Tölvustoð verða starfsmenn Premis tæplega 60 talsins.Viðskiptavinir Tölvustoð munu með kaupum Premis fá sömu þjónustu og áður, en ljóst má vera að með stærri fyrirtæki eykst þjónusta við viðskiptavini með meiri þekkingu, þjónustuframboði og öðrum lausnum og vörum.
Fyrir frekari upplýsingar viljum við benda á heimasíðu Premis, www.premis.is.

Þjónusta og rekstur, hámörkun á skilvirkni og öryggi upplýsingatæknikerfa og miðlun upplýsinga.
Þetta eru okkar einkunnarorð.

Hafa samband

 

Þjónusta

 

Láttu okkur sjá um tæknimálin þín

Tölvustoð er alhliða þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar persónulega, trausta og skjóta þjónustu á sanngjörnu verði.

Sérfræðingar okkar hafa gríðarlega mikla þekkingu og fjölbreytta reynslu úr mörgum greinum atvinnulífsins. Við höfum margra ára reynslu í rekstri upplýsingatæknikerfa og þjónustu við viðskiptavini.

Með því að sameina víðtæka þekkingu á upplýsingatækni og mikla þjónustuþekkingu höfum við öðlast mjög góða yfirsýn á þörfum fyrirtækja hvað heildar rekstur á upplýsingatæknikerfum varðar.

Hvað er í boði

Alrekstur

Við sjáum alfarið um rekstur tölvu- og netkerfis fyrirtækisins gegn föstu mánaðargjaldi. Alrekstur hentar vel þeim fyrirtækjum sem vilja fastan fyrirsjáanlegan kostnað við rekstur sinna upplýsingatæknikerfa og tryggja hátt þjónustustig við bæði kerfi og notendur.

Afritunarþjónusta

Örugg vistun gagna og afritunartaka er öllum fyrirtækjum nauðsynlegir þættir í daglegum rekstri. Án fyrirhafnar þarf að vera hægt að ná í þau gögn sem þarf, á þeim tíma sem þeirra er óskað.

Í samráði við viðskiptavini setja sérfræðingar Tölvustoðar upp afritunaráætlun sem sniðin er að sérþörfum þíns fyrirtækis.

Öll afritun er vöktuð og þannig tryggt að ekki komi til frávika. Í samráði við viðskiptavini er einnig tryggt að almennar fyrningarreglur gagna séu virtar og unnið sé í samræmi við þær.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar og kynntu þér málið.

Ráðgjöf

Ráðgjöf Tölvustoð getur spannað allt svið tæknimála fyrirtækja hvort sem um er að ræða almenna ráðgjöf um tæknimál eða lausnir á sértækum úrlausnarefnum sem upp koma í rekstri fyrirtækja, hvort sem um er að ræða upplýsingakerfi eða rekstrarlausnir. Pantaðu úttekt á umhverfinu þínu og við aðstoðum þig með réttu skrefin í áttina að hagkvæmum upplýsingatæknirekstri.

Rekstrarþjónusta

Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar þá þjónustu sem þeir þarfnast. Við setjum saman þá þjónustuþætti sem þitt fyrirtæki þarfnast. Hvort sem tölvukerfin þín eru í hýsingu hjá okkur eða hjá þér þá getum við séð um reksturinn.

Vélbúnaður

Við höfum áralanga reynslu af sölu, viðhaldi og þjónustu á vélbúnaði. Tölvustoð er hlutlaus aðili þegar kemur að vélbúnaðarsölu en erum samt sem áður með sterk tengsl við alla helstu vélbúnaðarbirgja á landinu. Við veitum hlutlausa ráðgjöf sem við byggjum alfarið á okkar reynslu og þekkingu af viðkomandi búnaði.

Okkar metnaður felst í því að hjálpa okkar viðskiptavinum að finna réttu lausnina fyrir sitt umhverfi.

Viðvera

Við mætum til þín á fyrirfram skilgreindum tímum og viðskiptavinur greiðir fast mánaðarlegt þjónustugjald fyrir heimsókn tækniþjónustuaðila.

Vöktun

Fjöldamörg fyrirtæki mega illa við rekstrartruflunum og allur niðritími kerfa bitnar á vinnumhverfi og þjónustustigi.

Með vöktunarþjónustu þá eru vandamálin greind um leið og bólar á þeim og í mörgum tilvikum er hægt að fyrirbyggja að þau hafi einhver áhrif á rekstur.

Við veitum ráðgjöf varðandi innleiðingu. Setjum upp vöktun á helstu kerfum og skilgreinum helstu viðbrögð í samstarfi við þjónustukaupa.

Þjónustusamningar

Þjónustusamningar um notendaaðstoð og/eða rekstur á tölvukerfum tryggja sýnilegri kostnað fyrir fyrirtæki.

Office 365

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf og þjónustu við innleiðingu á Office 365 skýjalausninni frá Microsoft.

Microsoft Office 365 er samþætt hugbúnaðarlausn sem veitir þér örugga tengingu hvar sem er í tölvupóst, dagatal, spjall, fjarfundi og samnýtta skjalavinnslu gegnum tólin sem þú þekkir. Með áskrift ertu alltaf með nýjustu útgáfuna af office hugbúnaðinum.

Með áskrift að Office 365 fá fyrirtæki aðgang að helstu skrifstofulausnum Microsoft gegn föstu mánaðar- eða árgjaldi fyrir hvern notanda.

Kostirnir við Office 365 áskrift eru ótvíræðir en þeir eru m.a.

Tölvupóstur gegnum Exchange online

 • Tölvupóstur hýstur í tölvuskýi Microsoft
 • 50 GB pósthólf fyrir hvern notanda
 • Deildu dagatölum og bókaðu fundi
 • Getur tengst póstinum og dagatalinu þínu frá tölvunni, netinu og/eða símanum.

Office Web Apps

 • M.a. Word, PowerPoint, Excel og OneNote Web Apps
 • Breyttu eða búðu til skjöl gegnum vafra (browser)
 • Opnaðu og breyttu skjölum sem búin eru til í Office

Spjall og fjarfundir með Microsoft Lync Online.

 • Getur tengst video fjarfundum
 • Haltu lifandi kynningar gegnum netið
 • Deildu skjánum þínum með öðrum

Skráar deiling

Umsýsla með efni og samvinna á netinu.

 • Deildu skrám með viðskiptavinum og samstarfsmönnum.
 • 1 TB gagnageymsla með OneDrive for Business

Fullkomnir vefsíðumöguleikar fyrir þitt fyrirtæki.

 • Auðvelt að búa til og birta þína vefsíðu
 • Notaðu þitt eigið lén
 • Enginn vefhýsingarkostnaður

Hreyfanleiki

Getur unnið hvar og hvenær sem er.

 • Sæktu og sendu vefpóst, upplýsingar um tengiliði og dagbókarfærslur með Windows Phone, iPhone, iPad, Android, Symbian og Blackberry tækjum

 

Af hverju Office 365

Auðvelt í uppsetningu og notkun

 • Uppsetning á nokkrum mínútum. Stofnar nýja notendur á nokkrum sekúndum.
 • Notaðu Office tólin sem allir þekkja

Getur unnið hvar sem er

 • Getur tengst nánast hvar og hvenær sem er
 • Getur unnið í Office skjölunum þínum hvort sem þú ert tengdur netinu eða ekki

Áhyggjulaus upplýsingatækni

 • Veiru og ruslpóstssíur tryggja örugga notkun
 • Microsoft tryggir 99.9% uppitíma
 • Lægri kostnaður en í on-site hýsingu

Komdu í áskrift að skrifstofuhugbúnaðinum sem þú þekkir og kannt á. Við sjáum um þjónustuna og aðstoðum við uppsetningu og innleiðingu.

 

Hýsing

Öruggt upplýsingaumhverfi

Hvað er öruggt upplýsingaumhverfi og hvernig getum við tryggt slíkt fyrir okkar fyrirtæki?

Í hröðu fyrirtækjaumhverfi er það öllum fyrirtækjum nauðsynlegt að hafa upplýsingatæknimál sín í góðu lagi. Þannig er það mjög mikilvægt að kerfi og gögn séu aðgengileg og áreiðanleg þegar fyrirtækið þarf á þeim að halda. Heimur viðskipta sefur aldrei og án tenginga eru fyrirtæki ekki samkeppnishæf. Þetta er sérfræðingum Tölvustoð vel ljóst.

Persónuleg þjónusta, snerpa og sveigjanleiki eru okkar aðaláhersla ásamt því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á öruggt umhverfi.

Með tvöföldu umhverfi er aðgengi og uppitími tryggður sem stuðlar að órjúfanleika þjónustu og áreiðanleika. Öll kerfi eru vöktuð allan ársins hring og unnið eftir viðbragðsáætlunum ef upp koma atvik í rekstri. Með virkri viðbragðsáætlun er einnig stuðlað að auknum forvörnum þannig að komið er í veg fyrir tjón áður en þau verða ásamt því að veita leiðsögn um það hvernig bregðast eigi við á sem öruggastan og skjótastan hátt.

Hvað er í boði

H1 Kerfisleiga

Kerfisleiga Tölvustoða er góð leið fyrir fyrirtæki að koma sér upp fyrsta flokks upplýsingatæknikerfum þar sem áreiðanleiki, öryggi og hagkvæmni er höfð að leiðarljósi.

Í kerfisleigunni eru gögnin þín afrituð með öruggum hætti, boðið er uppá úrval af þjónustum, öflug og einföld stjórntæki sem gefa tengiliðum fyrirtækja meiri möguleika til að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi fyrirtækisins allan sólarhringinn án þess að þurfa kalla til sérfræðinga.

Tengiliðir fyritækis geta til dæmis með einföldu viðmóti stjórnað notendaaðgöngum, virkjað þjónustur á notendur, breytt póstlistum og stofnað lokaðar möppur á samskrársvæði. Hægt er að gefa einstaka notendum aðgang til að framkvæma aðeins einstaka aðgerðir. Allar aðgerðir eru skráðar miðlægt og hægt er að kalla eftir skýrslum yfir allar aðgerðir starfsmanna, tengiliða og kerfisstjóra Tölvustoð.

Nettengingar

Fyrirtæki í dag reiða sig á öruggt aðgengi að internetinu í daglegum rekstri sínum. Þannig eru fyrirtæki í dag í miklu sambandi við viðskiptavini sína m.a. í gegnum samfélagsmiðlana ásamt því að tölvupóstur er einn af mikilvægustu samskiptamiðlum nútímans.

Þannig er öruggt netsamband gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt í öllum fyrirtækjum að vanrækja ekki öryggi nettenginga.

Þegar rætt er um nettengingar er átt við tengingar yfir víðnetið sem meðal annars geta falið í sér tengingar á milli starfsstöðva eða til þjónustuaðila. Einnig getur hér verið um að ræða tengingar við símkerfi þar sem tenging er yfir net en ekki í gengum símalínu eða tenging við vefverslun fyrirtækisins.

Með réttum mótvægisaðgerðum má koma í veg fyrir mögulega hnökra og rekstrarfrávik. Sérfræðingar Tölvustoðar eru þér innan handar við mat á réttri uppsetningu fyrir þitt fyrirtæki ásamt því að fylgja eftir reglubundnu reglumati.

Símalausnir

Kostnaður við kaup og rekstri símstöðva getur verið fyrirtækjum dýr. Með símakerfisleigu Tölvustoðar er fundin lausn á samskiptaþörf fyrirtækisins á hagkvæman hátt. Lausnin er miðlæg og tengd inn á háhraða internettengingu sem leiðir til hagræðis í símakostnaði þar sem ekki er notast við hefðbundnar símalínur.

Sýndarvélar

Kosturinn við leigu sýndarvéla er ótvíræður, þú ert með vistvænni rekstur fyrir vikið.

Þú þarft ekki sérstakt pláss undir dýran vélbúnað með tilheyrandi kostnaði vegna kælingar og rafmagnsnotkunar.

Umhverfið verður skalanlegra, tíminn sem tekur að setja upp nýjan sýndarþjón eða bæta við afli á núverandi þjón er mun styttri tími en tekur að setja upp nýjan vélbúnað.

Tölvupósthýsing

Tölvupóstur er ein stærsta lífæð fyrirtækja, áríðandi er að tölvupóstar skili sér hratt og örugglega milli samskiptaaðila.

Tölvustoð hefur til fjölda ára rekið örugga og öfluga tölvupóstþjónustu í mismunandi kerfum en okkar helsta áhersla liggur þó í rekstri öflugs Microsoft Exchange umhverfis.

 

Lausnir

Réttu lausnirnar fyrir þig

Við trúum því að mikilvægasti þátturinn í okkar starfi sé að skilja sérþarfir viðskiptavina okkar. Fyrirtæki mæta mismunandi áskorunum og hafa ólíkar þarfir því leggjum við okkur fram um að bjóða rétt samsettar lausnir fyrir okkar viðskiptavini og pössum að hafa úrvalið breitt.

Við erum framsæknir í hugsun og leitum stöðugt nýrra leiða til að hámarka skilvirkni og öryggi í tækniumhverfi okkar viðskiptavina.

Við hugsum í lausnum og hvort sem verkefnið er stórt eða lítið þá útfærum við eða finnum réttu lausnina fyrir þig.

Hönnun - Uppsetning - Þjónusta

Vefsíður eiga að líta vel út og vera einfaldar í notkun. Þær eiga að vera skalanlegar og líta vel út á öllum tækjum.

Við höfum áralanga reynslu af uppsetningu, þróun og viðhaldi vefja. Við sérhæfum okkur í WordPress vefumsjónarkerfinu enda er það þekkt fyrir einfaldleika og þægindi fyrir endanotendur.

Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum í öllu ferlinu og leggjum ríka áherslu á að vefsíðan endurspegli fyrirtækið þitt og það sem það stendur fyrir útá vefinn.

 • Hugmynd
 • Þarfagreining
 • Uppsetning
 • Hönnun
 • Innsetning á efni
 • Vefur í loftið
 • Þjónusta

Miðlaðu á markvissan hátt

Netvision er öflugt skjábirtingarkerfi sem hentar m.a. vel fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, skóla, verslanir, hótel, veitinga- staði, samgöngufyrirtæki, fasteigna- og bílasölur.

Ef þú þarft að miðla upplýsingum á hagkvæman og fljótlegan hátt þá er Netvision lausnin fyrir þig. Upplýsingarnar geta t.d. verið auglýsingar, matseðlar, kynningar, ímyndarefni, upp- lýsingamiðlun til starfsmanna, verðtilboð og vörukynningar. Ennfremur er hægt að birta á lifandi rauntíma upplýsingar frá efnisveitu Netvision.

Efnisveita Netvision samanstendur af margskonar upplýsingum af fréttum, veðri, færð á vegum, fjármálaupplýsingum frá innlendum og erlendum aðilum, staðarfréttir, menningar- og dægurmálaupplýsingar ásamt tengingum við samfélagsmiðla. Hægt er að sérsníða upplýsingar á hvern skjá eftir þörfum hvers og eins.

Með vefþjónustutækni Netvision má á einfaldan og öruggan hátt lesa upplýsingar úr innri og ytri kerfum og birta þær sjálfvirkt á skjánum.

Fagleg og óháð ráðgjöf í vali á hugbúnaðarlausnum

Við leggjum mikla áherslu á að veita faglega og óháða ráðgjöf í vali á hugbúnaðarlausnum. Við leggjum okkur fram við að tryggja viðskiptavinum okkar samkeppnishæf verð á hugbúnaðarleyfum og að finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt umhverfi.

Leyfismál hugbúnaðar eru frumskógur af upplýsingum og fyrirtækjum bjóðast fjölmargar leiðir í vali á lausnum. Ýmist er hægt að kaupa eða leigja hugbúnaðinn og það er ekki alltaf augljóst hvaða leið er hagkvæmust.

Sérfræðingar okkar hafa yfirgripsmikla þekkingu og margra ára reynslu af leyfismálum. Við tökum úttekt á umhverfinu, greinum þarfir þínar, leitum tilboða og komum svo með tillögu að betri nýtingu og í mörgum tilfellum hagkvæmari lausn fyrir þitt fyrirtæki.

Skrifstofan í skýinu

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf og þjónustu við innleiðingu á Office 365 skýjalausninni frá Microsoft.

Microsoft Office 365 er samþætt hugbúnaðarlausn sem veitir þér örugga tengingu hvar sem er í tölvupóst, dagatal, spjall, fjarfundi og samnýtta skjalavinnslu gegnum tólin sem þú þekkir. Með áskrift ertu alltaf með nýjustu útgáfuna af office hugbúnaðinum.

Með áskrift að Office 365 fá fyrirtæki aðgang að helstu skrifstofulausnum Microsoft gegn föstu mánaðar- eða árgjaldi fyrir hvern notanda.

Kostirnir við Office 365 áskrift eru ótvíræðir en þeir eru m.a.

Tölvupóstur gegnum Exchange online

 • Tölvupóstur hýstur í tölvuskýi Microsoft
 • 50 GB pósthólf fyrir hvern notanda
 • Deildu dagatölum og bókaðu fundi
 • Getur tengst póstinum og dagatalinu þínu frá tölvunni, netinu og/eða símanum.

Office Web Apps

 • M.a. Word, PowerPoint, Excel og OneNote Web Apps
 • Breyttu eða búðu til skjöl gegnum vafra (browser)
 • Opnaðu og breyttu skjölum sem búin eru til í Office

Spjall og fjarfundir með Microsoft Lync Online.

 • Getur tengst video fjarfundum
 • Haltu lifandi kynningar gegnum netið
 • Deildu skjánum þínum með öðrum

Skráar deiling

Umsýsla með efni og samvinna á netinu.

 • Deildu skrám með viðskiptavinum og samstarfsmönnum.
 • 1 TB gagnageymsla með OneDrive for Business

Fullkomnir vefsíðumöguleikar fyrir þitt fyrirtæki.

 • Auðvelt að búa til og birta þína vefsíðu
 • Notaðu þitt eigið lén
 • Enginn vefhýsingarkostnaður

Hreyfanleiki

Getur unnið hvar og hvenær sem er.

 • Sæktu og sendu vefpóst, upplýsingar um tengiliði og dagbókarfærslur með Windows Phone, iPhone, iPad, Android, Symbian og Blackberry tækjum

 

Af hverju Office 365

Auðvelt í uppsetningu og notkun

 • Uppsetning á nokkrum mínútum. Stofnar nýja notendur á nokkrum sekúndum.
 • Notaðu Office tólin sem allir þekkja

Getur unnið hvar sem er

 • Getur tengst nánast hvar og hvenær sem er
 • Getur unnið í Office skjölunum þínum hvort sem þú ert tengdur netinu eða ekki

Áhyggjulaus upplýsingatækni

 • Veiru og ruslpóstssíur tryggja örugga notkun
 • Microsoft tryggir 99.9% uppitíma
 • Lægri kostnaður en í on-site hýsingu

Komdu í áskrift að skrifstofuhugbúnaðinum sem þú þekkir og kannt á. Við sjáum um þjónustuna og aðstoðum við uppsetningu og innleiðingu.

Um Tölvustoð

Tölvustoð hefur verið starfandi síðan 2007 og alla tíð sérhæft sig í þjónustu og rekstri á upplýsingatæknikerfum.

Þjónustustig, orðspor, viðbragðstími og meðmæli eru okkar leið til að hjálpa þér að velja réttan þjónustuaðila.
Við erum stoltir af verkefnum sem við höfum unnið og viðbrögðum frá okkar viðskiptavinum og því reynum við eftir fremsta megni að miðla þeim upplýsingum til okkar viðskiptavina.

Hafðu samband í s. 550 3050 eða sendu okkur tölvupóst á tolvustod@tolvustod.is.

Viðskiptaskilmálar Tölvustoð

Nánar

Viðskiptavinir okkar eru m.a.

Umsagnir viðskiptavina

 • “Tölvustoð hefur reynst Rekstrarvörum og RV Unique, dótturfélagi okkar í Danmörku,  traustur samstarfsaðili.
  Brugðist er við vandamálum á skjótan og skilvirkan hátt og öll samskipti eru til fyrirmyndar.”
  Björn Freyr BjörnssonRekstrarvörur
 • “Flensborgarskólinn hefur verið í samstarfi við Tölvustoð nokkur undanfarin ár. Þeir hafa reynst traustir samstarfsmenn, liprir, viljugir og tilbúnir til að finna góðar lausnir fyrir skólann. Við erum afar ánægð með samstarfið.”
  Magnús ÞorkelssonSkólameistari Flensborgarskóla

550 30 50

Opnunartími þjónustuborðs er
virka daga milli 09:00 til 17:00

Hjálparbeiðni

Sendu tölvupóst á help@tolvustod.is

eða fylltu út fyrirspurnarformið fyrir neðan.

Nafn *

Netfang *

Sími *

Efni

Skilaboð

Kóði fyrir ruslvörn

Heimilisfang

Tölvustoð ehf.
Holtavegur 10
104 Reykjavík

Tengiliðaupplýsingar

Email: tolvustod@tolvustod.is
Twitter: @tolvustod
Sími: +354 550 3050

Samfélagsmiðlar

 

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til að gera síðuna betri og aðgengilegri.
Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vefkaka.

Nánar ...

Vefkökur (e. cookies)

Tilgangur þess að Tölvustoð notar vefkökur á sinni síðu er til að fylgjast með netnotkun notenda á síðunni. Þessar upplýsingar eru nýttar til að gera síðuna aðgengilegri fyrir notanda þannig að upplifun verði betri. Ekki er safnað persónuupplýsingum með þessum vefkökum. Notast er við Google Analytics frá Google. Til að breyta stillingum fyrir vefkökur má sjá þær á viðkomandi vafra sem notandi notar til að fara inn á síðu Tölvustoð. Breytingar á stillingum fyrir vefkökur kunna að takmarka aðgengi notanda að tilteknum vefsíðum eða vefsvæðum í heild sinni.

Stutt lýsing á persónuverndarstefnu Tölvustoð

Tölvustoð er bæði vinnslu- og ábyrgðaraðili samkvæmt nýjum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga skiptir Tölvustoð miklu máli og meðferð þessara upplýsinga hefur verið og mun verða tekið mjög alvarlega. Í persónuverndarstefnu Tölvustoða er farið yfir hvernig við söfnum, notum, geymum og birtum upplýsingar í okkar starfsemi. Tölvustoð mun einungis meðhöndla persónuupplýsingar sem fyrirtækið telur nauðsynlegt til að halda úti sinni þjónustu gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum sínum.

Hjá Tölvustoð er persónuverndarfulltrúi sem tekur við fyrirspurnum vegna persónuverndar, tölvupóstfang hans er personuvernd(hjá)tolvustod.is.

Tölvustoð endurskoðar stefnuna reglulega og fylgist með að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur.

Síðast uppfært 01.07.2018.

Loka glugga