Upplýsingaöryggisstefna

Viðskiptaskilmálar Tölvustoð

  1. Hlutverk Tölvustoð er að hámarka upplýsingaöryggi fyrirtækisins og viðskiptavina sinna m.t.t leyndar, réttleika og tiltækileika.
  2. Tölvustoð fylgir lögum, reglum og leiðbeiningum í tengslum við upplýsingaöryggi.
  3. Stefna Tölvustoð í upplýsingaöryggismálum er bindandi fyrir alla starfsmenn og stjórnarmenn félagsins og nær til allra fyrirtækja, stofnana og starfsmanna sem veita félaginu þjónustu.
  4. Allir starfsmenn og stjórnarmenn Tölvustoð eru skuldbundnir til að vernda gögn, upplýsingakerfi og aðrar upplýsingar um félagið gegn óheimiluðum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, birtingu ,eyðileggingu, tapi eða flutningi.
  5. Tölvustoð stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna, stjórnarmanna, þjónustuaðila og viðskiptavina.
  6. Tölvustoð tryggir að öllum þáttum þessarar stefnu sé framfylgt með ráðstöfunum sem miðast við störf og ábyrgð viðkomandi einstaklinga sem hjá félaginu starfa.
  7. Starfsmönnum, stjórnarmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi, er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál Tölvustoð, viðskiptamanna eða annarra starfsmanna.
  8. Tölvustoð endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til, en að lágmarki á tveggja ára fresti.
Do NOT follow this link or you will be banned from the site!

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til að gera síðuna betri og aðgengilegri.
Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vefkaka.

Nánar ...

Vefkökur (e. cookies)

Tilgangur þess að Tölvustoð notar vefkökur á sinni síðu er til að fylgjast með netnotkun notenda á síðunni. Þessar upplýsingar eru nýttar til að gera síðuna aðgengilegri fyrir notanda þannig að upplifun verði betri. Ekki er safnað persónuupplýsingum með þessum vefkökum. Notast er við Google Analytics frá Google. Til að breyta stillingum fyrir vefkökur má sjá þær á viðkomandi vafra sem notandi notar til að fara inn á síðu Tölvustoð. Breytingar á stillingum fyrir vefkökur kunna að takmarka aðgengi notanda að tilteknum vefsíðum eða vefsvæðum í heild sinni.

Stutt lýsing á persónuverndarstefnu Tölvustoð

Tölvustoð er bæði vinnslu- og ábyrgðaraðili samkvæmt nýjum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga skiptir Tölvustoð miklu máli og meðferð þessara upplýsinga hefur verið og mun verða tekið mjög alvarlega. Í persónuverndarstefnu Tölvustoða er farið yfir hvernig við söfnum, notum, geymum og birtum upplýsingar í okkar starfsemi. Tölvustoð mun einungis meðhöndla persónuupplýsingar sem fyrirtækið telur nauðsynlegt til að halda úti sinni þjónustu gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum sínum.

Hjá Tölvustoð er persónuverndarfulltrúi sem tekur við fyrirspurnum vegna persónuverndar, tölvupóstfang hans er personuvernd(hjá)tolvustod.is.

Tölvustoð endurskoðar stefnuna reglulega og fylgist með að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur.

Síðast uppfært 01.07.2018.

Loka glugga