Upplýsingaöryggisstefna

Viðskiptaskilmálar Tölvustoð

  1. Hlutverk Tölvustoð er að hámarka upplýsingaöryggi fyrirtækisins og viðskiptavina sinna m.t.t leyndar, réttleika og tiltækileika.
  2. Tölvustoð fylgir lögum, reglum og leiðbeiningum í tengslum við upplýsingaöryggi.
  3. Stefna Tölvustoð í upplýsingaöryggismálum er bindandi fyrir alla starfsmenn og stjórnarmenn félagsins og nær til allra fyrirtækja, stofnana og starfsmanna sem veita félaginu þjónustu.
  4. Allir starfsmenn og stjórnarmenn Tölvustoð eru skuldbundnir til að vernda gögn, upplýsingakerfi og aðrar upplýsingar um félagið gegn óheimiluðum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, birtingu ,eyðileggingu, tapi eða flutningi.
  5. Tölvustoð stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna, stjórnarmanna, þjónustuaðila og viðskiptavina.
  6. Tölvustoð tryggir að öllum þáttum þessarar stefnu sé framfylgt með ráðstöfunum sem miðast við störf og ábyrgð viðkomandi einstaklinga sem hjá félaginu starfa.
  7. Starfsmönnum, stjórnarmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi, er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál Tölvustoð, viðskiptamanna eða annarra starfsmanna.
  8. Tölvustoð endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til, en að lágmarki á tveggja ára fresti.