Persónuvernd

Persónuverndarstefna Tölvustoða

  • Í hvaða tilgangi söfnum við og vinnum með persónuupplýsingar

Tilgangurinn fyrir því að Tölvustoð safnar persónuupplýsingum um sína viðskiptavini eru:

  • Til að uppfylla ákvæði viðskiptasamninga
  • Til að tryggja góða þjónustu
  • Til að miðla upplýsingum um Tölvustoð

Hvaða persónuupplýsingum safnar Tölvustoð um þig

Tölvustoð safnar persónuupplýsingum um einstakling sem geta persónugreint hann með einhverjum hætti. Þetta eru persónuupplýsingar um starfsmenn, viðskiptavini og birgja sem fyrirtækinu er skylt að gera samkvæmt lögum og reglum, samningum, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna.

Tölvustoð safnar upplýsingum sem metnar eru nauðsynlegar til að veita þjónustu og ráðgjöf hverju sinni. Viðskiptavinir geta óskað eftir að veita ekki persónuupplýsingar en það gæti þýtt að Tölvustoð geti ekki veitt viðkomandi aðila vöru eða þjónustu.

  • Hvernig er persónuupplýsingunum safnað

Tölvustoð safnar persónuupplýsingum í gegnum viðskiptasamninga, starfsmannasamninga, ferilskrár, kaup á vörum og þjónustu, skráning á póstlista og þjónustubeiðnir.

  • Hve lengi varðveitum við þínar persónuupplýsingar

Tölvustoð geymir persónuupplýsingar ekki lengur en lög gera ráð fyrir og í samræmi við ákvæði viðskiptasamnings.

  • Miðlun persónuupplýsinga

Tölvustoð miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema með fengnum samþykki eða í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. Tölvustoð er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi eða verktaki á vegum fyrirtækisins, og þá í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita viðskiptavinum þjónustu eða vöru sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um. Tölvustoð veitir vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná framangreindum tilgangi.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Tölvustoð trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Tölvustoð leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.

  • Réttindi vegna persónuupplýsinga

Í persónuverndarlögunum kemur fram að einstaklingar hafi viss réttindi vegna persónuupplýsinga:

  • Staðfesting á hvort unnið sé með persónuupplýsingar þeirra
  • Aðgangur að eigin persónuupplýsingum
  • Leiðrétta persónuupplýsingar sem ekki eru réttar eða nákvæmar
  • Geta óskað eftir að persónuupplýsingum sé eytt í ákveðnum tilfellum
  • Andmæla vinnslu persónuupplýsinga
  • Takmarka vinnslu persónuupplýsinga
  • Geta óskað eftir að flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila
  • Draga til baka þegar veitt samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga, það getur þó orðið til þess að ekki verði hægt að veita ákveðna þjónustu
  • Leggja fram kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar á persónuupplýsingum að undangenginni tilraun við að leysa ágreining

  • Öryggi persónuupplýsinga

Tölvustoð leggur áherslu á að tryggja að varðveisla persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Tölvustoð tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

  • Notkun persónuupplýsinga í öðrum tilgangi

Fyrirtæki eða ráðgjafar sem Tölvustoð kaupir þjónustu af eru vinnsluaðilar af persónuupplýsingum sem Tölvustoð kann að miðla til þessara aðila. Það er í þeim tilgangi að veita þjónustu í samræmi við tiltekna vinnslu sem um ræðir. Þessir aðilar munu þurfa að skrifa undir vinnslusamning við Tölvustoð þar sem fram kemur að vinna skuli með persónuupplýsingar með sambærilegum hætti og Tölvustoð gerir.

Tölvustoð kann að miðla persónuupplýsingum til eftirlitsyfirvalda þegar lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða dómsúrskurður kveður á um slíkt.

Ef til kemur að persónuupplýsingar verði flutt út fyrir evrópska efnahagssvæðið er gengið úr skugga um að þær séu verndaðar með sama hætti og ef þær væru innan þess.

  • Endurskoðun persónuverndarstefnu Tölvustoða

Persónuverndarstefna Tölvustoða er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Tölvustoð áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi. Persónuverndarstefna Tölvustoða má finna á www.tolvustod.is. Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Tölvustoð skal senda á netfangið personuvernd@tolvustod.is.

Persónuverndarstefnan fyrst samþykkt 01.07.2018.

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies) til að gera síðuna betri og aðgengilegri.
Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vefkaka.

Nánar ...

Vefkökur (e. cookies)

Tilgangur þess að Tölvustoð notar vefkökur á sinni síðu er til að fylgjast með netnotkun notenda á síðunni. Þessar upplýsingar eru nýttar til að gera síðuna aðgengilegri fyrir notanda þannig að upplifun verði betri. Ekki er safnað persónuupplýsingum með þessum vefkökum. Notast er við Google Analytics frá Google. Til að breyta stillingum fyrir vefkökur má sjá þær á viðkomandi vafra sem notandi notar til að fara inn á síðu Tölvustoð. Breytingar á stillingum fyrir vefkökur kunna að takmarka aðgengi notanda að tilteknum vefsíðum eða vefsvæðum í heild sinni.

Stutt lýsing á persónuverndarstefnu Tölvustoð

Tölvustoð er bæði vinnslu- og ábyrgðaraðili samkvæmt nýjum lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga skiptir Tölvustoð miklu máli og meðferð þessara upplýsinga hefur verið og mun verða tekið mjög alvarlega. Í persónuverndarstefnu Tölvustoða er farið yfir hvernig við söfnum, notum, geymum og birtum upplýsingar í okkar starfsemi. Tölvustoð mun einungis meðhöndla persónuupplýsingar sem fyrirtækið telur nauðsynlegt til að halda úti sinni þjónustu gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum sínum.

Hjá Tölvustoð er persónuverndarfulltrúi sem tekur við fyrirspurnum vegna persónuverndar, tölvupóstfang hans er personuvernd(hjá)tolvustod.is.

Tölvustoð endurskoðar stefnuna reglulega og fylgist með að hún sé í samræmi við gildandi lagakröfur.

Síðast uppfært 01.07.2018.

Loka glugga